Hjá Endurskoðun og ráðgjöf starfa sjö bókarar og þar af eru tveir viðurkenndir bókarar með áralanga reynslu af bókhaldsþjónustu og launavinnslu. Við reynum eftir fremsta megni að nýta rafrænar lausnir sem tryggja skilvirkari vinnubrögð og minnkar líkur á villum.
Við sjáum um færslu bókhalds og skil á virðisaukaskattskýrslum sem og launaútreikningar og skil þeim tengdum.
Bókhald er fært jafnóðum svo t.d. auðveldara sé að gera vsk. skýrslur sem skila þarf á tveggja mánaða fresti.
Við tökum að okkur að reikna út mánaðarlaun starfsmanna og göngum frá skilagreinum fyrir staðgreiðslu og launatengd gjöld.
Ef þú hefur áhuga á að kynna þér þjónustu okkar og sjá hvað við getum gert fyrir þig og þitt fyrirtæki, endilega hafðu samband.
Hafðu samband