Útskattur er sá skattur sem fyrirtæki innheimtir af skattskyldri sölu sinni.
Innskattur er sá virðisaukaskattur sem fyrirtæki greiðir öðrum skattaðilum eða tollstjóra við kaup eða innflutning á vörum og öðrum aðföngum til nota í rekstrinum.
Hver söluaðili leggur skatt (útskatt) á söluverð sitt en við skil á skattinum í ríkissjóð dregur hann frá þann skatt (innskatt) sem hann hefur áður greitt. Skatturinn leggst þannig á mismun söluverðs og kaupverðs, þ.e. þann virðisauka sem verður hjá hverju fyrirtæki fyrir sig. Endanlegur neytandi greiðir útskatt smásala.
Almenna skatthlutfallið er 24%. Þó er virðisaukaskattur af eftirtalinni vöru og þjónustu 11%:
Skatturinn reiknast af heildarverði án virðisaukaskatts.
Fyrirtæki, félög, stofnanir og aðrir aðilar, sem inna af hendi undanþegna þjónustu, eiga í sumum tilvikum að greiða virðisaukaskatt af tiltekinni starfsemi á sínum vegum að svo miklu leyti sem hún er í samkeppni við atvinnufyrirtæki. Dæmi um þjónustu sem slíkir aðilar þurfa að greiða virðisaukaskatt af er:
Tilgangurinn með ofangreindri reglu er að koma í veg fyrir að aðilar sem undanþegnir eru skattskyldu geti haft með höndum starfsemi sem er í raun í samkeppni við almenna atvinnustarfsemi, án þess að greiða af henni virðisaukaskatt, og geti þannig raskað samkeppnisstöðunni gagnvart neytandanum.