Stjórnendur – varnaglar vegna bókhaldsbrota

  • Að hafa alls ekki sama manninn í starfi bókara og gjaldkera !
  • Að færa bókhald reglulega !
  • Að hafa sýnilegt öflugt eftirlitskerfi !
  • Að stjórnandi fari ævinlega yfir útprentanir bókhalds !
  • Að íhuga heiðarleika umsækjenda um lykilstöður !
  • Að fylgjast með lífsgæðakapphlaupi lykilmanna !
  • Að setja strangar reglur um aðgengi að bókhaldskerfum !
  • Að senda lykilfólk í samfellt sumarfrí !
  • Að senda út reglulega yfirlit til viðskiptavina !
  • Að kaupa tölvutækni sem læsir svarskrám frá banka !
  • Að hafa það bak við eyrað að enginn starfsmaður getur dregið að sér fé nema hann njóti sérstaks trausts !
  • Að vera á varðbergi gagnvart fölsuðum reikningum í bókhaldi !
  • Að vera gagnrýninn á kaup á aðföngum !
  • Að koma upp öflugu samþykktarkerfi !
  • Að vita að endurskoðendur / endurskoðun getur ekki komið í veg fyrir misferli en gætu minnkað líkur á því !
  • Að halda vöku sinni gagnvart fjármálastjórum og öðrum sem hafa víðtækar heimildir til að skuldbinda fyrirtækið !
  • Að þjófnaður úr birgðageymslum er líka fjárdráttur !
  • Að setja það í reglur að minnsti fjárdráttur starfsmann verði umsvifalaust kærður til lögreglu !
  • Að nótulaus viðskipti koma í veg fyrir allt eftirlit !