Kostnaður við skráningu félaga

Skráning hlutafélaga og einkahlutafélaga fer fram hjá fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra að Laugavegi 166.
Nauðsynlegt er að fylla út sérstakt tilkynningareyðublað, sem er fáanlegt á skrifstofu fyrirtækjaskrár. Auk tilkynningarinnar þarf að fylgja stofnsamningur fyrir félagið ásamt samþykktum og endurriti af stofnfundargerð.

Kostnaður við skráningu hjá fyrirtækjaskrá er kr. 140.500 fyrir einkahlutafélög en kr. 276.500 fyrir hlutafélög og er kennitala fyrir viðkomandi fyrirtæki innifalin í því verði. Umskráning einkahlutafélags í hlutafélag kostar kr. 137.700 en umskráning hlutafélags í einkahlutafélag kr. 12.700.

Skráning samvinnufélaga fer jafnframt fram hjá fyrirtækjaskrá. Kostnaður við skráninguna er kr. 276.500. Nauðsynlegt er að fylla út sérstakt tilkynningareyðublað, sem er fáanlegt á skrifstofu fyrirtækjaskrár. Auk tilkynningarinnar þurfa að fylgja samþykktir fyrir félagið og endurrit af stofnfundargerð.

Skráning sameignarfélaga og einkafirma fer fram hjá firmaskrá í hverju umdæmi. Kostnaður við skráningu sameignarfélaga er kr. 95.500. Kostnaður við skráningu einkafirma er kr. 95.500. Engin sérstök skráning félaga, sjóða eða stofnana fer fram hjá firmaskrá en slíkir aðilar fá kennitölu hjá Fyrirtækjaskrá RSK.