Samanburður rekstrarforma

Einstaklingsrekstur

 – er einfaldasta rekstrarformið en einstaklingurinn ber persónulega ábyrgð á skuldbindingum rekstrarins.

  • Reksturinn er á kennitölu einstaklingsins
  • Einstaklingurinn ber persónulega ábyrgð
  • Ekkert lágmarkshlutafé
  • Óhagstæðari skattlagningarprósenta miðað við önnur rekstrarform
  • Óljósari mörk yfir í persónulegan kostnað;engir dagpeningar
  • Seldar fjárfestingar í tekjuskatti en ekki fjármagnstekjuskatti
  • Maki ber ábyrgð á öðrum sköttum en vörslusköttum

Einkahlutafélög / ehf - takmörkuð ábyrgð

– fastmótaðar leikreglur þar sem félagsmenn einkahlutafélaga bera ekki persónulega ábyrgð á heildarskuldbindingum félagsins.

  • Hlutafé í félaginu skal minnst vera kr. 500.000
  • Lágmarkshluthafar er einn
  • Skattlagning
  • Tekjuskattur er 20%
  • Hluthafi skattlagður með 22% skattlagningu eigenda við arðsúthlutun.
  • 37,60% er því lágmarksheildarskattlagning eigenda við arðsúthlutun

Hlutafélög / hf - takmörkuð ábyrgð

 – fastmótaðar leikreglur – með mestu útfærslumöguleikana

  • Hlutaflokkar
  • Yfirverð hluta
  • Hluthafar geta að vissu leyti stýrt viðskiptum með hluti í félaginu
  • Réttur minnihluta tryggður að ákveðnu marki
  • Hlutafé skal minnst vera kr. 4.000.000
  • Hluthafar minnst 2
  • Einn helsti kostur hlutafélaga eru takmörkuð ábyrgð:
  • Hvatning til fyrirtækjastofnunar
  • Litlar kröfur til venjulegra hluthafa
  • Skipting áhættu á marga aðila
  • Skattlagning:
  • Tekjuskattur er 20%
  • Hluthafi er skattlagður með 22% af arði
  • 37,6% heildarskattlagning eigenda við arðsúthlutun

Sameignarfélög / sf

– einkennast af ótakmarkaðri ábyrgð eigenda á öllum skuldbindingum félagsins.

  • Getur verið sjálfstæður skattskyldur aðili en þarf það þó ekki
  • Ef félagið er ekki sjálfstæður skattskyldur aðili er það skattlagt hjá eigendum
  • Úttekt úr félaginu er ekki skilgreind sem skattskyldar tekjur
  • Félagið er skattlagt með 37,6%
  • Ótakmörkuð ábyrgð eigenda og einfaldleiki

Samlagsfélög / slf

– þar ber a.m.k. einn eigandi ótakmarkaða ábyrgð á öllum skuldbindingum félagsins.

  • Getur verið sjálfstæður skattskyldur aðili
  • 37,6% tekjuskattur eins og á sameignarfélög
  • Ef félagið er ekki sjálfstæður skattskyldur aðili er það skattlagt hjá eigendum
  • Úttekt úr félaginu er ekki skilgreind sem skattskyldar tekjur
  • Fjárfestir þarf ekki að bera ábyrgð á skuldbindingum félagsins, það getur líka verið hf.